Wednesday, November 05, 2008

Á Alþingi að vera að vasast í framkvæmdamálum?

Sjálfstæðisþingmenn segja þingið máttlaust

Í þessari grein kvartar þingið yfir að það fái ekki að taka þátt í ákvarðanatöku um efnahagsmál:

Þingmenn úr bæði stjórn og stjórnarandstöðu kölluðu eftir því í dag að Alþingi fengi meira hlutverk í því að taka ákvarðanir um framtíðarstefnu landsins og að framkvæmdavaldið sæti ekki eitt að því. Sögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins meðal annars að þingið væri máttlaust. Í umræðum um störf þingsins vakti Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna, athygli á því að tvær umræður hefðu farið fram um efnahagsmálin að undanförnu en þinginu hefði verið haldið utan allrar ákvarðanatöku í efnahagsmálum. Einstaka nefndir hefðu fengið upplýsingar um stöðu mála en þegar um væri að ræða aðgerðir þá færi allt slíkt fram hjá ráðherrum.
Og ég sem hélt að Alþingi væri löggjafarsamkoma! Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt fyrir þingið að fylgjast með í þjóðfélaginu, en löggjafarvald er löggjafarvald og framkvæmdavald er framkvæmdavald. Ég alla vega hélt það.