Thursday, June 19, 2008

Trukkaveltur í Ártúnsbrekku

Í annað sinn á nokkuð skömmum tíma veltur hlaðinn treiler í Ártúnsbrekkunni. Þetta kemur manni verulega á óvart. Þessir bílar eru að koma út úr aðreinum, þar sem þeir eru búnir að fara í gegnum nokkuð krappar beygjur og velta svo þegar þeir eru komnir á beinu brautina. Þarna hlýtur eitthvað fleira að liggja að. Höfðu þeir kannski verið farnir að sveiflast í beygjunni og síðasta sveiflan, ásamt því að hliðarhallinn breytist, orðið til þess að bílarnir ultu? Er þarna einhver sérstök slysagildra?

Þetta og fleira þessu líkt eru spurningar sem hin nýja umferðaröryggisnefnd verður að taka til alvarlegrar umfjöllunar.

Sjá: Umferðartafir í Ártúnsbrekku og fleiri skyldar fréttir.

Annað sem vekur athygli er að það skuli taka meira en hálfan fimmta tíma fyrir lögregluna að koma umferð aftur á. Hvað eru mennirnir að sluxa?